Fara í efni

ÖLL HEIM AÐ HÓLUM !

Ekki er það beinlínis hin hefðbundna Hólahátíð sem dregur mig í dag Heim að Hólum eins og þar stendur. Viðburðir dagsins á Hólum í dag munu þó án efa rísa undir hátíðarheitinu. Að lokinni messu klukkan tvö og messukaffi verður klukkan 16 efnt til tónleika þar sem fram koma þau Hlín Pétursdóttir Behrens, söngkona og Ögmundur Þór Jóhannesson, klassískur gítarleikari.

Vonandi sjáumst við sem flest á þessari Hólahátíð í dag, sunnudaginn 28. júlí.

 hóladómkirkja.PNG