Fara í efni

ÖGMUNDUR ÞÓR JÓHANNESSON Í DÓMKIRKJUNNI Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLD

ögmundur gítarleikur 21.5.2018
ögmundur gítarleikur 21.5.2018

Öll sem hafa ánægju af klassískum gítar ...
öll sem hafa ánægju af því að fylgjast með frábærum listmanni ...
öll sem hafa ánægju af því að eiga notalega 45 mínúntna kyrrðarstund ...
komið í Dómkirkjuna í Reykjavík klukkan 21:15 - 22:00 á þriðjudag (22.maí).
Við munum öll vera velkomin á þessa kvöldhátíð og er hún ókeypis.

Á tónleikunum mun Ögmundur Þór leika verk fyrir klassískan gítar frá ýmsum tímabilum, íslensk og erlend. Ögmundur Þór hefur hlotið margvíslega viðurkenningu á ferli sínum og hefur á undanförnum árum haldið tónleika víða um heim, á síðustu árum mest í Kína og Suð-austur Asíu. Til Íslands kemur Ögmundur eftir tónleikahald í New York. Ögmundur Þór Jóhannesson hefur verið búsettur erlendis um nokkurt skeið en reglulega komið til Íslands, meðal annars til tónleikahalds. Ögmundur Þór er nú búsettur í Guangzhou í Kína.

Sjá frétt á vef Dómkirkjunnar