Fara í efni

OG SVO VERÐA BÖRNIN RÓLEGRI...


Sjaldan hef ég fengið meiri hvatningu og vinsamlegri viðbrögð við tillögu sem ég hef borið fram en þeirri sem viðruð var í dag á ársfundi Sjúkrahússins á Akureyri. http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/3042
Þessi
tillaga er reyndar engan veginn mín - langt í frá - þetta er tillaga Lýðheilsustöðvar, næringarfræðinga og helstu sérfræðinga þjóðarinnar í heilbrigðismálum, tannlækna og tannheilsusérfræðinga um langan tíma. Þessir aðilar hafa bent á að sýnt hafi verið fram á það með óyggjandi rökum að augljóst samhengi sé á milli -  annars vegar verðlags og hins vegar neyslu á gosdrykkjum hjá börnum og unglingum.
Þetta veit Jón Steindór Valdimarsson hjá Samtökum gosdrykkjaframleiðanda. Hann tekur andköf og bakföll í fréttamiðlum, greinilega meira umhugað um söluhagsmuni gosdrykkjaframleiðenda en heilsufar barna og unglinga. Heldur dapurlegt hlutskipti í málflutningi.
Þú veist væntanlega að sykurinn étur glerunginn, Jón Steindór; og spillir þar með tannheilsunni? Gos er ágætt í hófi - miklu hófi. Það er óhófið sem við viljum stemma stigu við. Eigum við ekki að sameinast um þetta? Líka Jón Steindór og félagar?
Svo verða börnin líka rólegri!
Því hélt hún fram í mín eyru ágæt frænka mín í kvöld. Hún sagði að sykurinn örvaði börn meira en góðu hófi gegndi. Hún hringdi í mig til að hvetja til sykurskatts og neyslustýringar í þágu heilsufarsins. Þú þarft líka að skoða tilbúna  mjólkurdrykki, Ögmundur minn, kókómjólkina og sitthvað annað, sagði frænka mín ennfremur. Þarna var komið út fyrir mitt þekkingarsvið en ég samsinnti þó og kvaðst myndi kanna málið. Hvað annað? 
Hvet ykkur til að skoða eftirfarandi:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/14/sykrad_gos_skattlagt/
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/14/tillaga_um_sykurskatt_otruleg/
https://www.ogmundur.is/is/greinar/a-ekki-ad-hlusta-a-lydheilsustod-fjolmidlar-kynni-ser-malid
https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvers-vegna-hunsar-thingmeirihlutinn-lydheilsustod
https://www.ogmundur.is/is/greinar/lydheilsustod-hunsud-althingi-verdstyrir-ohollustunni-ofani-bornin
https://www.ogmundur.is/is/greinar/gudlaugur-gosid-og-lydheilsustod
https://www.ogmundur.is/is/greinar/gudlaugur-gosid-og-lydheilsustod