Nýhugsun Ingólfs Á Jóhannessonar
Nýlega var hér á síðunni frásögn af ráðstefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um menntamál. Þar var m.a. fjallað mikið um leikskólastigið. Á meðal þeirra sem það gerðu var Ingólfur Á Jóhannesson, prófessor í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri. Hann setti fram kenningu um hvaða leiðir væru heppilegastar fyrir ungviðið að fara þegar það heldur úr leikskóla yfir í grunnskóla. Ingólfur segir íhaldsemi valda því að við hugsuðum skólastarf alltaf út frá árgöngum og bekkjum og spyr hvort ekki væri ráð að nemendur færðu sig á milli skólastiganna mismunandi tímum, til dæmis hæfu sex ára börn nám í grunnskóla þann mánuð sem þau fylla sex ár. Þessi aðkoma að skólanum á mismunadi tímum telur Ingólfur að væri heppilegri fyrir einsklinginn og myndi leiða til þess að litið yrði meira þarfa hvers og eins. Hér á heimasíðunni er nú að finna grein eftir Ingólf Á Jóhannesson þar sem hann skýrir sjónarmið sín. Það er alltaf gott þegar bryddað er upp á nýhugsun, nýrri nálgun til viðfangsefna okkar. Sjá grein Ingólfs Á Jóhannessonar.