Fara í efni

Nokkrir góðir dagar án Davíðs

Í pistli sem birtist á síðunni í dag frá Þrándi er fjallað um hið umdeilda starfskjarafrumvarp á Alþingi þar sem gerðar eru tillögur um breytt fyrirkomulag á lífeyrisgreiðslum þingmanna og ráðherra og þeim, sérstaklega ráðherrum, auðveldað að hætta störfum eftir tilltölulega skamman starfsaldur. Þetta þykir Þrándi hið besta mál og segir að gera þurfi ráðherrum, ekki síst forsætisráðherra, sem auðveldast að hætta: "Þjóðin hefur ekki nema gott af því að lifa nokkra góða mánuði án Davíðs." Þrándi þykir ósanngjarnt að ætlast til þess að ráðherrann fórni sér lengur "í þau mörgu vanþakklátu hlutverk sem hann hefur orðið að taka að sér undanfarin ár."
Ég hvet menn til að kynna sér pistil Þrándar:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/brottfararkaup