Fara í efni

MÚSÍK Í MÝVATNSSVEIT

Músík í Mývatnssveit
Músík í Mývatnssveit

Tónlistarhátíðin "Músík í Mývatnssveit" er merkilegt framtak. Þessi hátíð mun fara fram í Mývatssveit í 17. sinn á komandi páskum. Frumkvöðullinn er Laufey Sigurðurdóttir, fiðluleikari en hugmynd hennar með hátíðinni var að bjóða upp á afþreyingu til mótvægis við
útivistarmöguleikana sem fyrir voru í sveitinni og stuðla jafnframt að lengingu ferðatímans.
Tónleikar eru alltaf tvennir: Kammertónleikar í Skjólbrekku á skírdag og tónleikar sem hæfa stund og  stað í Reykjahlíðarkirkju á föstudaginn langa.
Fjölmargir listamenn hafa lagt verkefninu lið í áranna rás, en þar á meðal eru margir fremstu tónlistarmenn þjóðarinnar.
Straumhvörf urðu þegar verkefnið komst á fjárlög Alþingis og að sama
skapi áfall þegar það framlag var afturkallað.
Það tekur áratugi að byggja upp starfsemi sem þessa  og hryggilegt ef hún leggst af.
Í ár verða þátttakendur Björg Þórhallsdóttir söngkona, Aladár Racz píanó- og orgelleikari ásamt Laufeyju fiðluleikara. Sérstakir gestir verða karlaoktettinn GarðarHólm sem starfræktur er í héraðinu.
Kemur nú að erindi þessa pistils sem vissulega er settur fram til að vekja athygli á þessari ágætu hátíð en einnig vegna hins að mér finnst ástæða til að við sem viljum hafa fjölbreytt og kröftugt listalíf í landinu styðjum við bakið á listamönnum okkar þegar þeir sýna merkilegt frumkvæði við efiðar fjárhaglegar aðstæður.
Þessu er hægt að kippa í liðnn ef nógu margir setja smáupphæð inn á þennan reikning:
Kennitala MM er 640206 1010
Reikningsnr. 101 26 640206