Fara í efni

MÓTMÆLUM STRÍÐSGLÆPUNUM – MÓTMÆLUM ÞÖGN ÍSLANDS!

 

Væri ég ekki staddur erlendis myndi ég tvímælalaust mæta á útifundinn sem félagið Ísland Palestína boðar til við utanríkisráðuneytið til að mótmæla stríðsglæpum Ísraels og ærandi þögn íslenskra stjórnvalda. Ég hvet alla sem eiga þess nokkurn kost að mæta á fundinn og sýna þar með hug okkar gagnvart þessu yfirgengilega ofbeldi.