Fara í efni

MISSKILNINGUR UM VOPNAFLUTNINGA LEIÐRÉTTUR


Síðustu daga hefur verið staðhæft í fréttum nokkurra fjölmiðla að Innanríkisráðuneytið hafi blessað hergagnaflutninga á vegum íslenskra flugfélaga til Afganistans. Í kjölfarið hafa friðarsinnar sent frá sér mótmæli gegn þessum meintu flutningum. Hið rétta er að engar slíkar heimildir hafa verið veittar. Aftur á móti er það rétt að á vegum íslenskra flugfélaga eru af og til flutt vopn eða önnur hergögn á milli staða. Á vefmiðlinum smugan.is er ég inntur eftir þessu sérstaklega og tek ég þar fram að ég fagni umræðu um þessi efni enda er hún til góðs þótt fjölmiðlar verði að gæta að því að fara rétt með staðreyndir.
Á Alþingi töldu einhverjir að mótsögn væri í málflutningi mínum nú sem ráðherra og áður sem þingmaður í stjórnarandstöðu. Þetta hygg ég að sé misskilningur sem ég einnig leiðrétti í viðtali við Smuguna.
Sjá hér:
http://eyjan.is/2011/02/23/hid-islenska-atlanta-flygur-med-hergogn-med-blessun-innanrikisraduneytis/

http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/5272

http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/5274