Fara í efni

MARGT GOTT AÐ GERAST!


Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, áttu í dag fund með fulltrúum hollensku og bresku ríkisstjórnanna í Haag í Hollandi. Okkar menn voru á ferð í umboði allra stjórnmálaflokka á Alþingi, líka Samfylkingar og Hreyfingarinnar. Þetta er mikilvægt að hafa í huga enda eina leiðin fyrir Ísland að landa árangri er að við STÖNDUM ÖLL SAMAN um málstað Íslands.
Þarna var verið að opna á viðræður sem þarf að fylgja eftir. Nú má enginn skerast úr leik. Við þurfum að ná landi saman.
Jafnframt þurfa allir að leggjast á eitt um að vinna að því að bæta stöðu okkar. Sýna fram á ofbeldið sem Ísland hefur verið beitt af hálfu Breta, Hollendinga, ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Forseti Íslands hefur ekki látið sitt eftir liggja. Hafi hann þökk fyrir skelegga framgöngu, sbr. þessa frétt: http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/forsetinn-laetur-brown-og-darling-fa-thad-othvegid-a-cnn-sakar-tha-um-efnahagslegt-hrydjuverk 
http://eyjan.is/blog/2010/01/30/forsetinn-a-cnn-thad-er-verid-ad-kuga-okkur-bretar-unnu-fjarhagsleg-hrydjuverk-gegn-islandi/