Fara í efni

MARGIR RÁÐHERRAR UM SMÁA GREIN

   

 

Birtist í Morgunblaðinu 22.10.05.
Sú var tíðin að frá Norðurlöndunum komu ferskir vindar inn í alþjóðastjórnmálin. Svíar voru þar í fararbroddi og um alllangt skeið stóð Olov Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar í stafni þegar gagnrýnin alþjóðaumræða var annars vegar. Enda þótt stjórnarráðin á hinum Norðurlöndunum væru oft býsna íhaldssöm er óhætt að segja að á Norðurlöndunum öllum hafi um tíma verið gróskumikil og gagnrýnin umræða um alþjóðastjórnmál.

Þetta er liðin tíð. Sannast sagna rak mig í rogastans þegar ég las grein sem utanríkisráðherrar allra Norðurlandanna sendu frá sér í sameiningu og birtist í norrænum blöðum 22. júní sl.. Tilefnið var ráðstefna sem þá var haldin í Brussel um Írak og var fyrirsögn greinarinnar Skilaboð Norðurlanda til Íraksráðstefnu.

Mjög erfitt er að átta sig á hver þessi skilaboð áttu að vera að öðru leyti en því að utanríkisráðherrarnir vonuðust til að Írakar fengju að búa við frið og öryggi, njóta mannréttinda og lifa án fátæktar og kúgunar. Hljómar vel. En síðan þegar farið er að rýna í textann kemur í ljós að þessi orðsending frá norrænu utanríkisráðherrunum er lítið annað en réttlæting á innrásinni í Írak og stuðningur við sögutúlkanir Bush-stjórnarinnar bandarísku.

Svona er andstaðan við hernmámsliðið afgreidd: "Öfl hryðjuverka og ótta ógna nú lýðræðisþróuninni. Fyrir þessum öflum fer sundurleitur hópur manna, allt frá ótíndum glæpamönnum, þjóðernissinnuðum uppreisnarmönnum og fylgismönnum Saddams Husseins, til hópa sem eru innblásnir af trúarlegu ofstæki og sækja sumir hverjir stuðning erlendis frá..."
Vissulega er það svo, að við hatursfullar aðstæður og ofbeldi er hætt við því að fram á sjónarsviðið komi öfgafullt fólk sem fær hljómgrunn sem það ella ekki fengi. Þrátt fyrir þetta hlýtur þeim sem til þekkja og fylgst hafa með atburðarásinni í Írak að vera ljóst hverslags einföldun framangreind staðhæfing er.

Hvernig skyldu stríðsglæpum innrásarherjanna vera gerð skil, fjöldamorðunum í Fallujah, pyntingunum í Abu Ghraib eða öðrum fangelsum, í þessari grein norrænu utanríkisráðherranna? Hvað með bænaskjöl og áskoranir frá bæjarstjórnum og verkalýðshreyfingu til Sameinuðu þjóðanna og umheimsins almennt, vegna mannréttindabrota af hálfu innrásarhersins? Hvað með stórfellda eyðileggingu á fornminjum og mennigarverðmætum, sem nýlega var gerð grein fyrir í skýrslu frá British Museum. Ekki eitt aukatekið orð. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna sem í sameiningu skrifa grein um þetta mesta hitamál okkar samtíðar hafa ekkert um stríðsglæpi, pyntingar og mannréttindabrot innrásarherjanna að segja. Ekkert.

Um þjáningar Íraka á undanförnum árum segja þau Per Stig Möller, Erkki Tuomioja, Davíð Oddsson, Jan Petersen og Laila Freivalds: "Írakska þjóðin hefur þjáðst nóg síðustu tuttugu árin  - á meðn stríðið við Íran stóð, undir blýþungu oki Saddams Husseins, á árum fátæktar og nú við erfitt öryggisástand..."

Hver eru "ár fátæktar" sem hér er vísað til? Skyldu það vera árin sem Írak var haldið í heljargreipum efnahagsþvingana, svo viðbjóðslegra að nær allir yfirmenn mannúðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem störfuðu í landinu á þessum árum, sögðu af sér, því þeir töldu augljóst að alþjóðasamfélagið væri að fremja stórfelld mannréttindabrot, sem auk þess brytu í bága við alþjóðasamninga, Genfarsáttmálann og viðauka hans. Á tímum viðskiptabannsins heyrðust aldrei, svo eftir væri tekið, hugleiðingar frá utanaríkisráðherrum Norðurlandanna um þrengingar fátækrar þjóðar af völdum þessara þvingana. Í sameiginlegri grein þeirra nú er ekki eitt aukatekið orð um ábyrgð okkar. Hvílík niðurlæging! Og þetta á að vera skrifað í okkar nafni!
Spyrja má í hvaða heimi utanríkisráðherrar lifa sem "fagna lokum hernáms" Bandaríkjamanna, sem nýlega hafa tilkynnt að þeir hyggist ekki fækka í herliði sínu í Írak næstu fjögur árin?

Í niðurlagi greinarinnar er beðið um aðstoð Írökum til handa – nú þurfi "mikið fjármagn", segja utanríkisráðherrarnir.

Norðurlandaþjóðirnar aðstoða Írak best að mínu mati með því að krefjast brottflutnings innrásarherjanna og að tafarlaust verði endi bundinn á pyntingar og önnur mannréttindabrot í landinu.

Varðandi efnahagsaðstoð, þá er Írak án vafa eitt auðugasta land veraldar af náttúruauðæfum. Þess vegna er landið nú hersetið. Þess vegna var það nýlenda fyrr á tíð og síðar leiksoppur olíuauðhringa. Fái íraska þjóðin að nýta olíuauðæfi sín sjálf þurfa hvorki Íslendingar, Danir, Norðmenn, Finnar né Svíar að rétta þeim hjálparhönd.
Spurningin er hvort núverandi ríkisstjórnir Norðurlandanna þurfi ekki að endurskoða afstöðu sína til alþjóðastjórnmála og móta sér sjálfstæða stefnu í stað þess að fylgja Bush stjórninni bandarísku nær gagnrýnislaust að málum. Slíkt myndi óneitanlega hressa upp á sjálfsvirðinguna.

Þessi grein er einnig send til birtingar í fjölmiðlum á hinum Norðurlöndunum og er greinin hér í sænskri þýðingu:

MÅNGA MINISTRAR OM EN UNDERDÅNIG ARTIKEL

Det fanns en tid då det blåste friska fläktar från Norden inom den internationella politiken. Svenskarna gick där i spetsen och Sveriges statsminister Olov Palme intog  länge en ledande position när det gällde en kritisk internationell debatt. Trots att regeringarna i det övriga Norden ofta var ganska samhällsbevarande, kan man utan tvekan säga att det då blomstrat en kritisk debatt i internationella frågor i hela Norden. Detta är en gången tid. Jag blev faktiskt perplex när jag läste en artikel som alla de nordiska utrikesministrarna skrivit gemensamt och publicerat i nordiska tidningar den 22 juni i år.

Anledningen var den konferens som hölls i Bryssel om Irak och artikeln innehöll meddelanden från konferensen.  Rubriken löd: Irak är allas ansvar.
Det är mycket svårt att förstå vilka dessa meddelanden skulle vara annat än att utrikesministrarna hoppades att irakierna skulle få fred och säkerhet, åtnjuta mänskliga rättigheter och leva utan fattigdom och förtryck. Låter bra. Men när man så börjar granska texten visar det sig att dessa meddelanden från de nordiska utrikesministrarna bara är ett rättfärdigande av invasionen i Irak och ett stöd för Bush-regeringens historieskrivning.  Så avfärdas motståndet mot invasionsarmén: “ Tyvärr hämmas Iraks väg framåt av den extremt svåra säkerhetsorganisationen. De krafter av terror som nu vänder sig mot demokratiseringsprocessen är en brokig skara bestående av alltifrån vanliga kriminella till militanta nationalister och Saddam Hussein-anhängare till religiöst motiverade grupper, en del med utländsk koppling” .

Det är visserligen så att vid hatfulla motsättningar och våld är det fara för att det framträder extremister på scenen, vilka får ett gensvar som de eljest inte skulle ha fått. Trots detta måste de som känner till och följt utvecklingen i Irak inse vilken förenkling ovanstående påstående är.

Hur kan man tänka sig invasionsarméernas krigsförbrytelser skulle redovisas,  massmorden i Fallujah, tortyren i Abu Ghraib eller andra fängelser, i de nordiska utrikesministrarnas artikel?  Hur är det med petitioner och uppmaningar från  kommunala myndigheter och arbetarrörelse till FN och omvärlden i allmänhet, p.g.a. av de brott mot de mänskliga rättigheterna som invasionsarmén gjort sig skyldig till? Hur är det med den enorma förstörelsen av fornminnen och kulturvärden som en rapport från British Museum redovisade. Det nämns inte med ett ord. Nordens utrikesministrar, som gemensamt skriver en artikel om denna vår samtids mest inflammerade fråga, har inget att säga om krigsförbrytelser, tortyr och brott mot de mänskliga rättigheterna. Inget.

Om irakiernas lidande under de gångna åren säger Per Stig Möller, Erkki Tuomioja, Davið Oddson, Jan Peteren och Laila Freivalds: “ Det irakiska folket har lidit nog under de senaste tjugo åren – under kriget med Iran, under ett blytungt förtryck av Saddam Hussein, under svår fattigdom och nu under en mycket svår säkerhetssituation”.

Vilken fattigdom är det man syftar på? Skulle det vara de år då de ekonomiska sanktionerna höll Irak i ett dödsgrepp, så vidrigt att nästan alla ledare för FN:s humanitära hjälp, som var verksamma i landet under dessa år, avgick, eftersom de ansåg det vara klart att det internationella samhället begick omfattande brott mot de mänskliga rättigheterna, vilka dessutom bröt mot internationella avtal, Geneve-avtalet och dess bilaga. Under sanktionstiden hördes aldrig, så man märkte det, funderingar från de nordiska utrikesministrarna om de umbäranden som ett fattigt land genomled p.g.a. dessa sanktioner. I deras gemensamma artikel sägs nu inte ett ord om vårt ansvar. Vilken förödmjukelse! Och detta ska vara skrivet i vårt namn!

Man kan fråga sig vilken värld utrikesministrarna lever i som välkomnade “slutet på ockupationen“,  då USA nyligen meddelat att man inte ska minska antalet soldater i Irak under de närmaste fyra åren?

Artikeln avslutas med en uppmaning att stödja irakierna – nu krävs “ stora resurser”, säger utrikesministrarna.

Enligt min mening hjälper de nordiska länder Irak bäst genom att kräva att invasionsarméen drar sig tillbaka och att det omedelbart sätts stopp för tortyr och andra brott mot de mänskliga rättigheterna.

När det gäller frågan om det ekonomiska stödet, bör påpekas att Iraks naturtillgångar är bland världens rikaste. Det är därför som landet nu är ockuperat. Det är därför som det tidigare var en koloni och senare en leksak för oljekartellerna. Om irakierna får möjlighet att utnyttja sina oljetillgångar själva, behöver varken Island, Danmark, Norge, Finland eller Sverige räcka ut en hjälpande hand.

Frågan är om de nuvarande nordiska regeringarna inte behöver revidera sin inställning i internationella frågor och skapa sig en egen policy i stället för att följa den amerikanska Bush-regeringen nästan helt okritiskt. Detta skulle utan tvivel bättra på självrespekten.