Fara í efni

MÁLEFNADEIGLA VG Á LAUGARDAG - KOSNINGABARÁTTAN BYRJUÐ !

Baráttan byrjar með mismunandi hætti hjá flokkunum í Reykjavík. VG valdi sína frambjóðendur í forvali þegar í haust og var gengið frá listanum í heild nú í byrjun mánaðarins. Nú stendur hins vegar yfir mikil auglýsingaveisla áróðursfyrirtækja og fjölmiðla þar sem "miðjuflokkarnir", Framsókn og Samfylking velja fólk til að leiða sína lista. Þau sem greiðastan aðgang hafa að fjármagni fá mesta kynningu meðan almennir flokksmenn eiga litla sem enga möguleika. VG stendur ekki í slíku heldur boðar til opinnar ráðstefnu um borgarmál að Vesturgötu 7 sem hefst klukkan 10.00 laugardaginn 21. janúar. Ráðstefnan er haldin undir yfirskriftinni Málefnadeigla VG en þar verður meðal annars fjallað um málefni barna, umhverfismál, málefni aldraðra og kvenfrelsismál. Ráðstefnan er öllum opin og tilvalið að taka hér þátt í málefnaundirbúningi fyrir kosningarnar. Meðal frummælenda á fundinum verða Katrín Anna Guðmundsdóttir talskona Femínistafélagsins, Guðrún Kristinsdóttir prófessor og Fida Abu Libdeh.