Fara í efni

MÁLAMIÐLUN


Ríkisstjórnin kynnti í dag, ásamt fulltrúum fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, aðgerðir í skuldamálum heimila. Þær munu koma sextíu þúsund heimilum til góða - í mismiklum mæli að sjálfsögðu enda staða heimilanna ekki á einn veg.
Frá uppghafi hefur verið deilt um aðferðafræðina, hvort beita eigi almennri niðurfærslu eða sértækum aðgerðum. Sjálfur hef ég talað fyrir almennum aðgerðum.
( sbr. hér: https://www.ogmundur.is/is/greinar/kallad-eftir-abyrgri-umraedu 
https://www.ogmundur.is/is/greinar/lifeyrissjodir-a-villigotum
https://www.ogmundur.is/is/greinar/johannes-nordal-og-tvo-prosentin)
Niðurstaðan er málamiðlun: Farið verður bil beggja. Skorið verður ofan af lánum á yfirveðsettum heimilum með takmörkunum háðar tekjum og eignum en einnig verður vaxtakostnaður færður niður með sérstökum tilfærslum sem fjármálakerfið mun fjármagna. Samráð verður haft um útfærsluna. Þá er mikilvægt að samkomulag náðist við lífeyrissjóðina um að draga úr skerðingum sem hljótast af samspili almannatrygginga og lífeyrissjóða og síðast en ekki síst er nú unnið að því að losa okkur við vísitölutengingu lána sem ég sannfærist alltaf betur og betur um að verður að hverfa auk þess sem mál málanna á að vera lækkun vaxta.
Málamiðlunin sem nú hefur náðst er tvímælalaust mikilvæg enda kjarabót fyrir marga.
Hér eru tengingar á upplýsingar um aðgerðirnar:
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/12/03/markvissar_leidir/
http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/4485
http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/4483
http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/4481