Fara í efni

Made in America

Í dag birtist hér á síðunni afar fróðlegur pistill eftir Magnús Þorkell Bernharðsson, fræðimann í Bandaríkjunum, um hina nýju stjórnarskrá í Írak og hryðjuverkin á Spáni. Magnús Þorkell segir nýja stjórnarskrá Íraks merkilega fyrir margra hluta sakir en það geti hins vegar torveldað framhaldið að hún hefur "Made in America" stimpilinn. Þannig verði litið á hana sem tæki Bandaríkjamanna til að treysta sín eigin völd í Írak. Hvað þetta snertir vitnar Magnús Þorkell Bernharðsson í nýlendusögu Breta. Þá fjallar hann, sem áður segir, um hryðjuverkin á Spáni og setur þar fram ýmsar athyglisverðar vangaveltur.
Sjá nánar: https://www.ogmundur.is/is/greinar/magnus-thorkell-bernahardsson-skrifar-irak-og-spann-mars-2004