Fara í efni

LOKAORÐ Á ALÞINGI

Ögmundur kveður Alþingi
Ögmundur kveður Alþingi

Á miðnætti í kvöld held ég alla leið til Suður-Afríku en mér var boðið að halda fyrirlestur á ráðstefnu í Jóhannesarborg í næstu viku um aðhalds- og eftirlitshlutverk Alþingis.
Í framhaldinu sit ég þing Evrópuráðsins í Strasbourg þannig að sýnt er að ég verð ekki viðstaddur þinglokin.
Þess vegna þakkaði ég fyrir mig og kvaddi þingið á þingfundi í gær, flutti þar mín lokaorð. Vænt þótti mér um orð forseta Alþingis í kjölfarið.
Hér er slóð á þessar umræður en þar vakti ég athygli á mikilvægi þess að styrkja Alþingi í störfum sínum en mikið hefði áunnist á undanförnum árum: http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20160929T175349&horfa=1