Fara í efni

LÖGIN, LÝÐRÆÐIÐ OG MANNRÉTTINDIN

 

Í dag er annar dagur þeira tveggja sem breskir dómarar ætluðu sér til að skera úr um það hvort lögmönnum ástralska útgefandans og fyrrum ritstjóra Wikileaks, Julian Assange, verði heimilað að áfrýja niðurstöðu fyrri dómstiga um að framselja hann til Bandaríkjanna. Þar á hann að svara til saka fyrir að brjóta bandarísk lög.

Samfara þessu er eins og heimurinn sé að vakna til vitundar um að sporna þurfi kröftuglega gegn fasisma áður en það verður um seinan. Þetta er sagt í ljósi þess að sakirnar á hendur Julian Assange eru þær að hafa upplýst um stríðsglæpi Bandaríkjanna og annarra NATÓ ríkja. Fyrir þetta krefst bandarískt réttarkerfi þess að hann verði lokaður inni í 175 ár!

Dæmi um þá umræðu sem nú er að srpetta víðs vegar upp, er sú sem auglýst er hér að ofan og vísar til umræðufudar á netinu nú síðdegis sem mannréttindasinnaðir lögmenn í Bretlandi efna til og hægt er að skrá sig inn á.

Þarna ætti að vera hægt að fá innsýn í réttarhöldin í dag og í gær og um stöðu mála.
Hér er slóðin: https://x.com/deepa_driver/status/1760593107693797888