Fara í efni

LEYFIST MÉR AÐ MINNA Á ....

Ögmundur Þór 2017
Ögmundur Þór 2017

Leyfist mér að minna á að þennan laugardag - laugardaginn 1. apríl klukkan 20:00 - heldur Ögmundur Þór Jóhannesson, klassískur gítarsnillingur, tónleika í Hannesarholti.

Í frétt frá Hannesarholti segir, m.a. „Á tónleikunum mun Ögmundur m.a. flytja verk eftir Karólínu Eiríksdóttir, Oliver Kentish og mun frumflytja verkið Midnight Sun eftir spænska tónskáldið Augstin Castilla-Ávila sem tileinkar Ögmundi verkið." http://www.hannesarholt.is/vidburdur/gitarfantasiur-einleikstonleikar/

Miða er hægt að kaupa á midi.is og  Hér er slóðin á midi.is.
Hvet ég alla sem vilja njóta góðrar listar og ljúfra gítartóna að sækja þessa tónleika.

Af þeim verður enginn svikinn!

Sjá fyrri umfjöllun hér: https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvatning