Fara í efni

LANGAR OKKUR ÞANGAÐ?

Heilbrigðiskerfi - einka
Heilbrigðiskerfi - einka


Í einkavæddum heilbrigðiskerfum þarf fólk að treysta á einkatryggingar til þess að öðlast rétt til góðrar læknisþjónustu og aðhlynningar.
Lítum til fréttar sem birtist  á mbl.is  fyrir fáeinum dögum en þar segir frá skrifum pistlahöfundarins Dereks Beres sem fékk eistnakrabbamein á sínum tíma. Skrif Dereks endurspegla veruleikann í einkavæddu heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna þar sem allt er undir því komið að fólk sýni fyrirhyggju og kaupi sér tryggigu. Ef ekki, þá getur illa farið:
Í gegn­um tíðina hef ég horft á eft­ir tveim­ur vin­um sem lét­ust af völd­um krabba­meins. Hvor­ug­ur var sjúkra­tryggður. Ann­ar gat ekki safnað pen­ing­um til þess að fá lækn­ingu. Hinn gat það, en það var ein­fald­lega of seint." Sjá hér.

Sjálfstæðisflokkinn dreymir sem kunnugt er einkavæðigardrauma. Þeir draumar gætu hæglega orðið okkar martröð ef við höldum ekki vöku okkar gagnvart stjórnvöldum -  eða langar einhvern inn í þann veruleika sem hér er lýst?