Fara í efni

LANDSPÍTALINN MEÐ LAUNAFÓLKI EÐA STARFSMANNALEIGUM?

Ágæt umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um starfsmannaleigur á Landspítalanum. DV reið á vaðið með ítarlegri frásögn af því hvernig Landspítalinn hefur, það sem af er þessu ári, varið næstum eitt hundrað milljónum til að greiða starfsfólki sem ráðið er í gegnum starfsmannaleigur. Þetta er væntanlega gert vegna starfsmannaeklu. BSRB hefur krafist þess að fá upplýsingar um þau kjör sem starfsfólkinu eru búin. Nú bregður svo við að Landspítalinn neitar að láta þessar upplýsingar af hendi; afhendir gögn þar sem strikað hefur verið yfir allar tölulegar upplýsingar!
Telur Landspítalinn sig hafa  ríkari skyldur gagnvart meintum viðskiptahagsmunum starfsmannaleiga en íslenskum skattborgurum? Eiga skattgreiðendur  ekki kröfu á að vita hvernig fjármunum þeirra er varið?
Eiga stéttarfélögin ekki kröfu til að fá upplýsingar um launakjör til þess að ganga úr skugga um að ekki sé mismunað í launum og kjörum?
Að sjálfsögðu má ekki skilja við þetta mál fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir.
HÉR er frásögn af þessu máli á heimasíðu BSRB.