Fara í efni

KÚRDAR LÁTA EKKI KÚGA SIG!

KÚRDAFUNDUR - I
KÚRDAFUNDUR - I


Fyrirhuguð hátíð Kúrda í Dinslaken í Þýskalandi sem þýska stjórnin bannaði - sem ég sagði frá hér á siðunni í gær - var flutt til Düsseldorf en nú undir öðrum formerkjum: Mótmælafundur. Þennan fund treysti þýska stjórnin sér ekki að banna. En þýsk stjórnvöld náðu því hins vegar fram að sýna ógnunartilburði, fyrst með banninu og síðan þúsundum lögreglumanna á fundarsvæðinu í Düsseldorf. Ég taldi vel á annað hundrað lögreglu-smárúta og við sáum vopnaða lögreglumenn allt um kring.

Ekki máttu sjást myndir af Öcalan, fangelsuðum leiðtoga Kúrda og voru slíkir fánar gerðir upptækir. Þetta þykir ekki fréttnæmt í heimspressunni enda bara verið að tala um mannréttindi og brot á þeim!

Þetta gerðum við að umræðuefni sem ávörpuðum fundinn, þar á meðal fulltrúar svonefndrar Imrali sendinefndar sem í fyrra fór til Tyrklands til að krefjast þess að hitta Öcalan og jafnframt lýsa stuðningi við friðarviðleitni á svæðum Kúrda.

Fulltrúar Imrali nefndarinnar á fundinum voru auk mím , Joe Ryan, kaþólskur mannréttindaprestur í London og ítalskur fræðimaður og aðgerðarsinni, Federico Venturini. Meginþema fundarins var krafan um að Tyrkir létu af ofbeldisárásum í Afrin. Við nutum aðstoðar Fayiks, mikila Íslandsvinar, við þýðingu á orðum okkar.

Þingmenn HDP flokksins tyrkneska  ávörpuðu einnig fundinn en vel að merkja þá eru þeir margir hverjir orðnir útlagar frá Tyrklandi, bandalagsríki Íslands í NATÓ.

Er það ekki umhugsunarefni?
KÚRDAFUNDUR II