Fara í efni

Kristján svarar Davíð

Flokksþing Sjálfstæðisflokksins er hafið með hefðbundnum hætti í Laugardagshöll. Flokknum er skýrt frá því hvað honum finnist í öllum málum og síðan farið með ljóð og vísur aðallega andstæðingunum til háðungar. Davíð Oddsson formaður vitnaði í ræðu sinni í svohljóðandi vísu Hjálmars Jónssonar frá '99: 

Ríkisstjórn með þrótt og þor
á þjóðráðunum lumar,
ef við kjósum vinstra vor
verður ekkert sumar. 

Kristján Hreinsson skáld var akandi í bíl sínum þegar ræðu formanns Sjalfstæðisflokksins var útvarpað og henti samstundis fram þessari stöku: 

Að lifa í örbirgð endalaust
enginn maður getur,
ef við kjósum hægra haust
mun hérna ríkja vetur.