Fara í efni

KALLAÐ EFTIR STUÐNINGI

Ég hvet alla sem eiga heimangengt að leggja leið sína í Þjóðmenningarhúsið/Safnahúsið við Hverfisgötu í Reykjavík næstkomandi miðvikudagsmorgun klukkan 11.

Þarna fer fram opinn fréttamannafundur, sem ekki stendur lengur en í klukutíma og helst með nærveru sem flestra sem þannig sýndu hug sinn til mannréttindabrota sem framin eru á Kúrdum Tyrklandi. Þar sitja tugþúsundir manna í fangelsi vegna skoðana sinna. Yfirgnæfandi líkur eru á því að pólitískur fangi í Tyrkandi sé Kúrdi.

Í nýafstaðinni Tyrklandsför minni ræddi ég ásamt félögum mínum við fulltrúa mannréttindasamtaka og einstaklinga sem brotið hafði verið á. Þar á meðal voru mæður sem leituðu sona og eiginmanna sem horfið höfðu sporlaust og fangar nýkomnir úr fangelsi sumir eftir þrjátíu ár á bak við lás og slá. Hver maður hugleiði hvað hafi drifið á hans daga síðan 1993. Þessum tíma í ævi þessra manna var stolið frá þeim.

Nærværa okkar sem flestra á opna fréttamannafundinum á miðvikudag er stuðningur við mannréttindi.

Gætið að því  að reyna að koma tímanlega því tafir kunna að vera vegna umferðartálmana vegna leiðtogafundarins í Hörpu.