Jón Steinar fær orð í eyra
Í bréfi eða öllu heldur grein, sem birtist í lesendadálki síðunnar í dag eftir Þjóðólf er vikið að grein sem Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður skrifar í Morgunblaðið um réttindabaráttu Öryrkja. Greinin heitir Öryrkjar Íslands og einn vinnandi lögspekingur. Þjóðólfur segir m.a.: "Eftir að hafa farið yfir þennan ítrekaða boðskap er óhjákvæmilegt að spyrja? Er hægt að lesa annað út úr orðum lögspekingsins en að hann bæði sjái eftir því sem hann borgar til samfélagsins og að hann telji að öryrkjar eigi engan rétt á að mynda sér skoðanir á eigin málum? Ég hvet alla til að lesa grein Þjóðólfs sem er verulega athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Sjá nánar: https://www.ogmundur.is/is/greinar/oryrkjar-islands-og-einn-vinnandi-logspekingur