Fara í efni

ÍSLAND Á SPOTTPRÍS!

Ríkir -2
Ríkir -2

Tvær nálganir, tvenns konar afstaða:

a) Við eigum að halda eignarhaldi á landi innan landsteinanna. Landinu fylgir eignarréttur á auðlindum undir yfirborði jarðarinnar þar með vatninu, gulli framtíðarinnar. Þetta er svo samkvæmt lögum sem illu heilli voru sett undir aldamótin. Þá skiptir nálægð samfélagsins við eigandann máli. Útlendir auðmenn eru almennt lítið gefnir fyrir almannarétt. Hinum innlendu þarf líka að halda á mottunni hvað þan rétt varðar og setja lög sem sporna gegn uppsöfnun á landi á fáar hendur.

b) Lögheimili og búseta landeiganda skiptir engu máli. Við setjum einfaldlega almennar reglur sem gildi um alla, óháð því hverjir þeir eru. Auðvitað þyrfti að svara ýmsum spurningum, til dæmis hvort skipti máli að eigandinn væri, einstaklingur, hlutafélag eða jafnvel ríki. Hefði okkur verið sama þótt bandaríska ríkið hefði átt Miðnesheiðina sem hýsti herstöð þeirra?  

Gefum okkur að menn velji leið tvö og allar gáttir hafðar opnar, engar landsöluhömlur til frambúðar; hafa menn þá hugleitt hve auðvelt það yrði að eignast Ísland?  Og ef auðmenn eignast Mývatnssveitina, Vestfirðina og Borgarfjörðinn og dældu inn peningum þangað - einsog bent hefur verið á að Kínverjar hafi gert í Piraeus, hafnarborg Aþenu, eftir að þeir fengu í sínar hendur höfnina þar - ímynda menn sér að við slíkar aðstæður yrði íbúunum ekki þungbært að rísa upp af hnjánum frammi fyrir velgjörðarmönnum sínum?