Fara í efni

HVERSU MARKTÆKUR ER PRÓFESSORINN?


Í landinu er stjórnarkreppa. Við blasa erfiðleikar sem jaðra við þjóðargjaldþrot. Afleiðingarnar verða hrikalegar!
Mörgu er um að kenna: Óheftri og skefjalausri markaðshyggju; gripdeildum fjármálamanna, siðlausri og óábyrgri stjórnarstefnu undangengin 18 ár undir leiðsögn Sjálfstæðisflokks í samstarfi við Alþýðuflokk, Framsóknarflokk og Samfylkingu. Þetta eru flokkarnir sem hafa keyrt okkur út í fenið.
Nú viðurkenna allir að tillögur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs voru til góðs og að ef hlustað hefði verið á varnaðarorð og farið að ráðum flokksins værum við miklu betur stödd.
Allt þetta kom upp í hugann þegar ég hlýddi á viðtal við háskólaprófessor í Sjónvarpsfréttatíma í hádeginu í dag.
Spurt var hvað VG þyrfti að gera til að verða stjórntækur flokkur! Ég spyr á móti: Hversu marktækur getur Gunnar Helgi Kristinsson talist sem prófessor í stjórnmálafræði sem sá ástæðu til að velta vöngum yfir þessari spurningu? Og hversu marktæk er fréttastofa sem býður okkur upp á svona umræðu? Þeirri spurningu leyfi ég mér að beina til míns gamla og góða félaga á fréttastofu Sjónvarps frá fyrri tíð, Boga Ágústssonar. Ég heyrði ekki betur en hann skákaði VG út af borðinu sem „óstjórntækum" . Eða var ég að misskilja?