Fara í efni

HVERS VEGNA VIÐTAL VIÐ FIDEL NARVAEZ ER SKYLDULESNING!

Hér má nálgast viðtal sem Stefania Maurizi, rannsóknarblaðamaður við ítalska blaðið La Repubblica, átti við Fidel Narvaez, fyrrum starfsmann utanríkisþjónustu Ekvador, ríkisins sem veitti Julian Assange hæli í sendiraði sínu í London árið 2012.
Á myndinni með viðtalinu, sem nú hefur birst í vefritinu Jocobin, má sjá Fidel Narvaez ásamt Kristni Hrafnssyni, aðalaritsjóra Wikileaks, á fréttamannafundi í London í apríl síðastliðnum, rétt eftir að Julian Assange var handtekinn í sendiráði Ekvadors í London og undirbúningur hafinn að framsali hans til Bandaríkjanna.
Viðtalið er fróðlegt og gefur glögga innsýn í það hvernig stórveldi ber sig að gagnvart auðkeyptum valdhöfum og þá einnig hversu frjálsir “frjálsir” fjölmiðlar eru. Þögn þeirra og meðvirkni er yfirþyrmandi og óhugnanleg en - og þá kannski þess vegna – er þetta viðtal nánast skylduesning.

https://jacobinmag.com/2019/10/julian-assange-fidel-narvaez-ecuador-moreno