Fara í efni

HVERS VEGNA MERKEL TEKUR MANNRÉTTINDI KÚRDA AF DAGSKRÁ

KURDAR 1
KURDAR 1


Ég er staddur í Þýskalandi á fundi eða öllu heldur fundum með Kúrdum. Fyrirhugaður var fjöldafundur - eins konar mennigarhátíð sem á sér langa sögu - í  Dinslaken í Norð-vestur Þýskalandi, skammt frá Düsseldorf. Að þessu sinni yrði sjónum beint að mannréttindabrotum, ekki síst af völdum tyrkneska innrásarhersins í Afrín í Norður-Sýrlandi. Stóð til að ég yrði á meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn.

Í morgun bárust hins vegar þau tíðindi frá þýsku lögreglunni að stjórnvöld hefðu ákveðið að banna útifundinn (gert með dómstólatilskipun). Enn á eftir að koma í ljós hvert framhaldið verður.

Síðar í mánuðinum er fyrirhuguð heimsókn Erdogans Tyrklandsforseta til þýskalands. Þann mann vill Angela Merkel og þýska stjórnin helst ekki styggja umfram það sem þegar er orðið. Þess vegna verður lítið pláss fyrir mannréttindabaráttu sem beinist að Tyrklandi næstu vikurnar enda talsverðan bisniss þar að hafa, m.a. fyrir vopnaframleiðendur.

Svo er Erdogan nátturlega góður vinur, ekki bara Þjóðverja heldur líka okkar: Öll erum við í NATÓ... ennþá.

Hér að neðan eru nokkrar slóðir um bannið og hvatninu um að halda mótmæla/samstöðufund í Düsseldorf á morgun í stað hátíðarinnar sem var bönnuð.
https://anfenglishmobile.com/news/tjk-e-called-on-people-to-meet-in-dusseldorf-on-saturday-29471
https://anfenglishmobile.com/news/dinslaken-municipality-has-no-authority-to-ban-festival-29451

https://anfenglishmobile.com/news/kcdk-e-called-on-people-to-join-8-september-rally-in-dusseldorf-29469