Fara í efni

HVERNIG SVARAR AKUREYRARBÆR ÁRNA?

Árni Guðmundsson, æskulýðsfulltrúi íHafnarfirði, formaður starfsmannafélagsins þar og stjórnarmaður í BSRB, skrifar athyglisverðan pistil fyrir fáeinum dögum um "forvarnarstefnu" Akureyrarbæjar. Hann gerir að umræðuefni samning bæjarins við Ölgerðina Egil Skallagrímsson um framlög til forvarna í bæjarfélaginu, 10 krónur af söluandvirði hverrar gosflösku skal nú renna til forvarna.
Sá hængur er á segir Árni, "að á sama tíma og samningurinn er gerður er fyrirtækið í óða önn við það að auglýsa áfengi og ota að sömu börnum og unglingum og það er að „verja” með framlögum til forvarna? Fyrirtækið þverbrýtur lög um bann á áfengisauglýsingum og auglýsir auk þess sérstaklega í miðlum sem ætlaðir eru börnum og unglingum." Og í framhaldinu veltir Árni Guðmundsson fyrir sér "„ágæti” þess að opinberir aðilar eins og forvarnarnefndir sveitarfélaga taki þátt í samstarfi á þessum forsendum – Hver eru skilaboðin, er þetta einhver gæðavottun, er verið að gefa grænt ljós og viðurkenna atferli eins og einlægan brotavilja fyrirtækisins gagnvart banni á áfengisauglýsingum – Veit það ekki , dæmi nú hver fyrir sig?"
Já vel á minnst. Hverju skyldi Akureyrarbær svara þessum vangaveltum Árna Guðmundssonar?
Pistill ÁG er HÉR