Fara í efni

Hver á Laxness?

Mikil umfjöllun hefur orðið um bréfasafn Halldórs Laxness og aðgang að því. Í bréfi eða öllu heldur grein sem birtist hér neðar á síðunni veltir Ólína vöngum yfir ýmsum hliðum þessa máls. Hún spyr m.a.: "Hver á Laxness? Strangt til tekið er ekki hægt að spyrja svona séu menn að fjalla um bókmenntir skáldsins og ekki jörð í Flóanum eða fyrir austan. Bókmenntaverk hættir vitaskuld að vera eign höfundarins í vissum skilningi um leið og fólk les verkið og verður fyrir áhrifum af því, lætur hrífast með, eða skiptir kannski um skoðun í lífinu. Það á enginn þann prósess nema sá sem í hlut á. Hann er ekki hægt að kaupa, eða taka frá þeim sem les, frekar en frelsið sem þú tekur þér þegar þú lygnir aftur augunum og lætur þér renna í brjóst á hrútleiðinlegri bíómynd. Það er nefnilega óravegur frá bókinni, hinu efnislega verki á fjögur og tvö, og til þess sem verður til við lesturinn. Þess vegna er spurningin eins og hún er fram sett ekki áhugaverð. Þetta snýst nefnilega ekki um frumstæð lögmálin um framleiðslu og sölu, framboð og eftirspurn, eða eignarhald. Það var að minnsta kosti það sem skáldið reyndi að miðla okkur í uppgjörsverkinu Heimsljósi svo dæmi sé tekið. Það var ekki bara þúsund ára ríki nasismans séð í öfugum sjónauka. Það fjallar líka um annars konar þjóðskipulag sem svíkur þegna sína, alræði öreiganna. "
Ég hvet alla til að lesa grein Ólínu, Kommar og  jafnvel kommar: https://www.ogmundur.is/is/greinar/kommar-og-jafnvel-hommar