HVAR VAR ÉG ÞEGAR GRÆNT LJÓS VAR GEFIÐ Á KÁRAHNJÚKAVIRKJUN?
...Þessa dagana fer nokkuð fyrir því í fréttum að skera beri niður í framkvæmdum hins opinbera, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Seinka á framkvæmdum við tónlistarhús í Reykjavík – vitninsburður um "ábyrga stjórnun" segir Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki í Reykjavík á meðan
Staðreyndin er nefnilega sú að þegar þessar ákvarðanir voru teknar var Vinstrihreyfingin grænt framboð ein um það á Alþingi að vara við nákvæmlega því sem nú er að gerast. Hið sama var uppi á teningnum í stjórn Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Frjálslyndra var þá með okkur í VG á báti ásamt sumum fulltrúum Samfylkingar á meðan bæði núverandi formaður Samfylkingarinnar,
Þetta eru staðreyndir málsins. Vinstrihreyfingin grænt framboð er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi, sem alltaf, heill og óskiptur, hefur staðið fyrir náttúruvernd og varað við þeim efnahagslegu afleiðingum stóriðjustefnunnar sem nú eru að koma á daginn.
Við þetta má bæta, að Samfylkingin styður, að því er ég fæ best skilið, að reist verði nýtt álver á Húsavík. Þar með er tekin afstaða með áframhaldandi stóriðjustefnu á kostnað annarar atvinnuuppbyggingar. Stjórnmálamenn verða að horfast í augu við eigin gjörðir og afleiðingar þeirra.