Fara í efni

HÚRRA FYRIR JÓNASI


Jónas Engilbertsson hefur ekið strætisvagni í Reykjavík í rétt 40 ár. Af þessu tilefni hefur hann verið heiðraður af Strætó bs og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, auk þess sem ég sem ráðherra samgöngumála sá ástæðu til að taka sérstaklega á móti honum á Hlemmi að lokinni akstursferð sem markar 40 ára samfelldan strætó akstur í Reykjavík.
Jónas Engilbertsson hefur auk þess verið samferðarmaður minn í verkalýðsbaráttunni undanfarna áratugi en hann hefur lengi verið trúnaðarmaður hjá Strætó og alla tíð kraftmikill baráttumaður á vettvangi Strafsmannafélags Reykjavíkurborgar og BSRB þar sem ég var jú formaður í rúma tvo áratugi.
Húrra fyrir almenningssamgöngum, húrra fyrir Jónasi.

Sjá einnig: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27200