Fara í efni

HUGSUM Í ÖLDUM EKKI SEKÚNDUBROTUM!

VATN 2
VATN 2


Um Kínverja er sagt að þeir séu frábrugðnir Vesturlandabúum að því leyti, að þeim sé tamara að hugsa til langs tíma, en okkur til skamms tíma. Mættum við læra af kínverskum hefðum að þessu leyti. Þegar landið og náttúran eru annars vegar gengur ekki annað en að hugsa í árhundruðum.

Íslendingar eiga sennilega heimsmetið í skammtímahugsun. Hún birtist nú síðast þegar breskur auðkýfingur festi kaup á einni landmestu jörð á Íslandi, Grímsstöðum á Fjöllum.
Þetta væri í lagi sögðu einhverjir, þessi tiltekni maður myndi án efa passa upp á náttúruna. Vonandi er það rétt. En hitt er líka rétt að samkvæmt einföldum líkindareikningi verður viðkomandi einstaklingur ekki eilífur, að öllum líkindum verður hann allur innan fárra áratuga.
Þá eru Grímsstaðir komnir í dánarbú og að öllum líkindum á sölumarkað.

Nú vill annar auðkýfingur, að þessu sinni Indverji, eignast vatnslindir í Borgarfirði eystra: www.mbl.is/frettir/innlent/2016/12/28/indverji_vill_land_a_borgarfirdi_eystra/

Eftir-hruns-ríkisstjórnir hafa illa brugðist í að vinda ofan af einhverri verstu löggjöf allra tíma, lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu frá árinu 1998.  
Í fyrstu grein þeirra segir: „Með auðlindum er í lögum þessum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við."

Í þriðju grein segir: „Eignarlandi fylgir eignarréttur að auðlindum í jörðu, en í þjóðlendum eru auðlindir í jörðu eign íslenska ríkisins, nema aðrir geti sannað eignarrétt sinn til þeirra."
Sjá nánar: www.althingi.is/lagas/145b/1998057.html

Með öðrum orðum, eignarlandi fylgja auðlindir í jörðu þar með talið vatnið sem við hefðum að sjálfsögðu átt að vera búin að þjóðnýta, hvern einasta dropa í samræmi við anda íslenskrar hefðar frá örófi alda. Það er ekki fyrr en líður á 20. öldina að einkaeignarrétturinn fer að færa sig upp á skaftið. En nóg um það að sinni og spyrjum hvað beri nú að gera og það þegar í stað!Hvað er til ráða?

     a.      að setja skýrar reglur sem miði að því að koma í veg fyrir uppkaup erlendra aðila, sem ekki hafa hér lögheimili og fasta búsetu, á landi;
     b.      að huga að almennum viðmiðum, svo sem landstærð, nýtingu landgæða og fjölda landareigna sem heimilt er að sé á hendi eins og sama aðila;
     c.      að horfa til umhverfissjónarmiða og ákvæða um almannarétt í allri lagaumgjörð og taka þar m.a. mið af sérstökum aðstæðum varðandi landbúnaðarland, óbyggðir og náttúruauðlindir (svo sem vatn og jarðhita);
     d.      að tryggja samræmi í réttarheimildum.

Um þetta hafa ítrekað verið flutt þingmál, fyrst af hálfu Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur og síðan hef ég flutt slíkt mál ásamt þingflokki VG: www.althingi.is/altext/143/s/0532.html

Í fréttum þessa dagana kemur í ljós að þessi mál eru komin á fljúgandi fart, sbr.: www.visir.is/natturuperlan-fjadrargljufur-auglyst-til-solu/article/2016161229016

Allt síðasta kjörtímabil varaði ég við því að aðgerðaleysi stjórnvalda myndi leiða til eins konar einkavæðingar náttúrudjásna Íslands. Sá grunur tók síðan að ágerast að einmitt þetta vekti fyrir stjórnvöldum! Aðgerðarleysið verður varla skýrt á annan veg.

Í tíð minni sem innanríkisráðherra var ég byrjaður af krafti að kortleggja mótleiki og setti m.a. reglugerð til að sporna gegn uppkaupum útlendinga á landi en þá reglugerð nam eftirmaður minn í ráðherraembætti hins vegar snarlega úr gildi. Hér má fræðast um þessa vinnu: www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28408

Hér að neðan eru nokkrar slóðir í umfjöllun um Grímsstaðasöluna í síðustu viku en hana gagnrýndi ég - eða öllu heldur slælega framgöngu stjórnvalda í tengslum við það mál:
www.visir.is/ogmundur-segir-solu-grimsstada-mark-um-vesaldom-stjornvalda/article/2016161229918
www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV2F6A43B5-B597-4233-A3B2-B41906FB8DDC
www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP50997
ruv.is/frett/grimsstadakaupin-samraemist-verndun-laxastofna
ruv.is/frett/osattur-vid-ad-breti-eignist-grimsstadi
www.mbl.is/frettir/innlent/2016/12/20/ratcliffe_fekk_en_nubo_ekki/
www.mbl.is/frettir/innlent/2016/12/20/vitnisburdur_um_vesaldom_stjornvalda/
www.hringbraut.is/frettir/ogmundur-og-grimsstadir
eyjan.pressan.is/frettir/2016/12/21/ogmundur-reidin-er-til-stadar-og-hun-er-innanbrjosts-hja-mer/