Fara í efni

http://rikiskaup.is/utbod/14559


Farið endilega inn á slóðina í þessari fyrirsögn. Þarna kemur í ljós að Heilbrigðisráðuneytið hefur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar,  falið Ríkiskaupum að bjóða út umönnun 12 mikið fatlaðra einstaklinga.  Mér er kunnugt um að þeir voru ekki spurðir álits. Bara boðnir út. Númer 14559 hjá Ríkiskaupum. 
Mannfyrirlitning?  Það þykir mér.
Og það þykir viðkomandi einstaklingum líka. Það er mér kunnugt um. 
Á síðu Ríkiskaupa segir hverjar þarfir viðkomandi fólks eru. Einnig þær þarfir sem snúa að persónulegustu högum. Allt sett á netið.  Búið að bókhaldsvæða manneskjurnar að forskrift einkavæðingarráðherra heilbrigðismála. 
Þetta er að sjálfsögðu aðalatriði málsins. Hvernig komið er fram gagnvart fólki í markaðasvæddu heilbrigðiskerfi.
Hitt hlýtur þó einnig að vera aðalatriði, hvernig að málum er staðið.  það er að segja bisnisshliðinni. Þetta útboð var opnað 21. júlí. Rekstraraðilinn á að taka við 1. ágúst.  Var búið að ákveða allt fyrirfram? Eins og í hinum „útboðunum"? Einkavinavæðing?
Hvað segja heiðvirðir Sjálfstæðismenn? Hvað segir Samfylkingarfólk, sem segist vera félagslega þenkjandi? Hvað segja Íslendingar sem vilja láta virða mannréttindi?
Hvenær á að segja stopp?  Ríkisstjórnin virðist ekki ætla að gera það ótilneydd.
Þarf ekki að fara að rísa upp?
http://rikiskaup.is/utbod/14559