Fara í efni

HERHVÖT ÞORLEIFS

ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON DV
ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON DV
DV.IS  slær í dag upp herhvöt Þorleifs Gunnlaugssonar, fyrrum borgarfulltrúa í Reykjavík, til fjölmiðla og verkalýðshreyfingar um  að herða róðurinn í þágu atvinnulausra. Hann gerir að umræðuefni hvernig ríkisstjórnin sparar heilan milljarð með því að stytta tímann sem atvinnulausir hafa rétt til atvinnuleysisbóta um hálft ár.

Í grein sem Þorleifur skrifar um málefnið vekur hann athygli á því að fjárhagsábyrgðin færist nú yfir á sveitarfélögin en að reikningurinn sem þar með færist á sveitarfélögin nemi hálfum milljarði. Hvað varð um hinn hálfa milljarðinn, spyr Þorleifur og svarar: Vonandi eigum við þó eftir að sjá hvassari og gagnrýnni spurningum beint að ráðafólki en fram til þessa, þar á meðal um þennan hálfa milljarð sem hverfur úr opinberum útgjöldum um áramótin. Þessi horfni hálfi milljarður er að sjálfsögðu ekki týndari en svo að við skoðun kemur í ljós að í þessari peningaupphæð er fólgin tekjuskerðing hjá þeim hópi á Íslandi sem býr við lökust kjör og erfiðustu félagslegu aðstæðurnar eftir langvarandi atvinnuleysi."  

Í grein sinni sem er að finna á vefsvæði DV sýnir Þorleifur Gunnlaugsson  fram á tekjuhrunið sem verður hjá langtímaatvinnulausum við aðgerð ríkisstjórnarinnar: Frétt DV og vefslóð á grein Þorleifs: http://www.dv.is/frettir/2014/12/29/thetta-er-thad-versta-sem-nuverandi-rikisstjornin-hefur-gert/