Fara í efni

HEILLAÓSKIR TIL BSRB!


Elín Björg Jónsdóttir hefur verið kjörin nýr formaður BSRB. Hún hefur verið starfandi lengi innan bandalagsins, verið í framvarðarsveit og gegnt ótal trúnaðarstörfum. Hún er öflug baráttukona og mun án nokkurs vafa verða kröftugur málsvari launafólks. Ég sendi henni hlýjar heillaóskir.
Á nýafstöðnu þingi BSRB var kjörin ný framkvæmdanefnd bandalagsins. Hún er skipuð Árna Stefáni Jónssyni, Garðari Hilmarssyni, Þuríði Einarsdóttur og Kristínu Á. Guðmundsdóttur. Allt er þetta kröftugt fólk, mjög félagsvant og myndar trausta framvarðarsveit fyrir starfsfólk í almannaþjónustu og fyrir velferðarkerfið í landinu. Ég óska öllu þessu fólki til hamingju með það traust sem því hefur verið sýnt og óska því velfarnaðar í starfi.
Hér að neðan eru fréttir af heimasíðu BSRB með hlýjum ávarpsorðum í minn garð sem ég er þakklátur fyrir, frétt af nýrri framkvæmdanefnd og ræðu nýs formanns:
http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1574/
http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1575/
http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1576/

Kristín, Árni Stefán, Elín Björg, Garðar og Þuríður.