Fara í efni

GOTT HJÁ KRISTNI!


Það er ekki mikil reisn yfir Sjálfstæðisflokknum í stjórnarandstöðu í dag. Þingflokkurinn lagði siig í líma við að þæfa stjórnarfrumvarp sem ætlað er að stöðva leka á gjaldeyrishöftum. Reyndar hékk ýmislegt annað á spýtunni hjá Sjálfstæðisflokknum en hann lét sig hafa að taka þetta mikilvæga mál í gíslingu til að versla með.
Fram hafa komið vísbendingar um að einhverjir útflytjendur fái greitt fyrir vörur sínar innan lands með íslenskum krónum en að kaupandinn greiði, annaðhvort beint eða í gegnum millilið, í erlendum gjaldmiðli til aðila utan landsteinanna. Þetta eru að sjálgfsögðu  svívirðileg svik við þjóð sem á í þrengingum og engar málsbætur fyrir þá sem þau stunda. Samtök útflutningsfyrirtækja eru því samþykk að stoppað verði upp í götin og gert að lagaskyldu að verslunin fari öll fram í gjaldeyri. Þannig verði komið í veg fyrir svartamarkaðsbrask.
Ekki tók ég til máls við þessa umræðu enda tók Kristinn H. Gunnarsson af mér ómakið með afbragðsgóðum málfutningi. Haf þökk fyrir Kristinn.
Hér má hlýða á ræðu Kristins:  http://www.althingi.is/dba-bin/raedur.pl?lthing=136&malnr=462&mfl=A&umr=2