Fara í efni

GOTT FRAMTAK!

Café Flóra
Café Flóra

Ástæða er til að vekja athygli á pólitísku menningar- og skemmtikvöldi sem haldið  verður á Café Flóru í kvöld (miðvikudag) kl. 20.00. 
Í auglýsingu að fundinum er varpað fram ýmsum spurningum:
Hvað varð um vinstrihreyfinguna? Geta ríkisstjórnir ekki stjórnað? Hvar er stéttabaráttan? Af hverju verða vinstristjórnir svona óvinsælar? Hvað er svona sérstakt við ástandið á Íslandi? Eða er ekkert sérstakt við ástandið á Íslandi? Hvert stefnir heimurinn, til frelsis eða fasisma? Þessum spurningum og fleirum munu ræðumenn kvöldsins velta fyrir sér.

Ræður flytja Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, Sólveig Jónsdóttir, formaður Attac á Íslandi, Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur og Birgitta Jónsdóttir, Alþingismaður

Um söng og tónlist sjá systkinin Rakel María og Hrafnkell Már. Guðmundur Magnússon, leikari og formaður ÖBÍ flytur nokkur vel valin ljóð og Bragi Páll les sín eigin.

Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi hefur umsjón með kvöldinu.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Café Fóra sem valið var best geymda leyndarmálið af tímaritinu Grapevine er staðsett í Grasagarðinum í eystri hluta Laugardals.