Fara í efni

GOSMYND MARÍU

Þessa mynd hér að ofan tók María Sigrún Hilmarsdóttir frá Ægisíðunni í kvöld. Yfir Skerjafjörðinn má sjá bjarmann af gosinu á Reykjanesi bera við næturmyrkvaðan himininn.
Þar sem Ægisíðan er steinsnar frá heimili mínu þótti mér þessi mynd skemmtilegust úr myndasyrpu Sjónvarpsins í kvöld en flestar voru myndirnar teknar frá höfuðborgarsvæðinu.
María Sigrún náði betri mynd en mér tókst og tek ég nú hennar mynd traustataki og bíð þess að hún innheimti höfundargjaldið.
https://www.ruv.is/frett/2021/03/23/gosbjarminn-sest-vel-fra-hofudborgarsvaedinu