Fara í efni

GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ!

Íslenski fáninn _2
Íslenski fáninn _2

17. júní er sannkallaður hátíðardagur. Gaman er að sjá hvarvetna íslensku fánalitina. Við erum líka svoldið roggin með okkur eftir árangurinn í leiknum við Argentínu í Moskvu, glæsilega skorað og varið. Allir liðsmenn lögðu sitt af mörkum. Og öll hin erum við í góðu skapi, áfram Ísland.

Á 17. júní eiga sem betur fer margir frí og geta varið deginum með fjölskyldu og vinum. Ekki aveg allir. Auðvitað er til sú þjónusta sem ætíð þarf að vera fyrir hendi, á sjúkrahúsum, löggæslu, veðurstofunni og víðar.

Svo þarf að afgreiða ísinn og pylsurnar.

En það þarf ekki endilega að byggja nýjar blokkir til að byrgja fyrir útsýnið úr Útvarpshúsinu. Það þarf alla vega ekki að byggja þær í dag. Varla er það lífsnauðsyn. En samt er nú verið að gera það, á þjóðhátíðardaginn.

Skyldi mannskapurinn vera á sérstökum þjóðhátíðartaxta, og hver skyldi hann vera?