Fara í efni

GLEÐILEG JÓL!

Ég sendi öllum áskrifendum heimasíðu minnar hjartanlegar kveðjur á jólum. Þetta er tími til að hugsa hlýtt til allra, bæði nær og fjær, slaka á, glugga í bók, borða vel og sofa vel.
Þá er að minnast þess að ekki er þetta hlutskipti allra. Til þeirra sem eiga um sárt að binda þurfum við að hugsa og íhuga hvað við getum gert til að bæta þeirra hag. Það er sammannleg skylda okkar og á það erum við minnt á jólum. Ætti að vera boðskapur hvers einasta dags.
Gleðileg jól.