Fara í efni

GLÆSILEG INNKOMA Á DALVÍK

Forsvarsmenn Samherja birtust á Dalvík til að ávarpa stafsmenn fyrirtækisins þar. Í dramatískri innkomu lýsti Þorsteinn Már, forstjóri (þar til nýlega), því yfir, nánast kominn á krossinn með látbragði sínu, hve yfirkominn hann væri af þeirri óskammfeilnu árás sem gerð hefði verið á þau sem þarna væru, starfsfólk Samherja. Lýsti hann fullri samstöðu með fólkinu. Björgólfur, starfandi forstjóri, ætlar ekki heldur að bregðast fólkinu sem óvægnir fjölmiðlar hafa beint spjótum að. All verður gert til að hreinsa mannorð þess.
Gott er að vita: https://www.visir.is/k/f05d6a4c-f782-47aa-87f0-4479cefa7b2f-1573926310901