Fara í efni

GAGNLEGIR KJÖRDÆMADAGAR

Kjördæmadagar
Kjördæmadagar

Síðasta vika var svokölluð kjördæmavika á Alþingi. Hún er ætluð til að gefa þingmönnum færi á því að sinna ýmsu sem snertir þingstörfin og lýtur að kjördæmunum sérstaklega.
Í Suð-vestur kjördæmi, því kjördæmi sem ég var kosinn í, hefur skapast sú hefð á kjördæmadögum að heimsækja sveitarstjórnir og fara með þeim yfir sanmskipti þeirra við Alþingi og framkvæmdavaldið. Í kjördæminu eru sveitarstjórnirnar margar þótt þeim hafi frækkað um eina eftir sameiningu Álftanes og Garðabæjar.
Fundir voru haldnir í Garðabæ, Hafnarfirði, Kjósinni, Kópavogi og Seltjarnarnesi. Margt fróðlegt kom fram á þessum fundum en alls staðar var látinn í ljós vilji til að bæta og efla samsmkipti  ríkis og sveitarfélaga. Þar hefur margt áunnist á undanförnum árum og hef ég fengið að kynnast því af eigin raun í hve prýðilegan farveg margt er komið. Nefni ég þar Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sérstaklega en þar koma ríki og sveitarfélög að á jafningjagrundvelli.
Á slíkum grunni hefur þetta samstarf reyndar verið að þróast í seinni tíð enda mætti spyrja hvernig annað ætti að vera!