Fara í efni

LAUGARDAGUR: FUNDUR KL. 12 OG BÍÓSÝNING KL 3

Morgunblaðið segir í dag ítarlega og vel frá hádegisfundinum klukkan 12 í Safnahúsinu á morgun, laugardag þar sem þau koma fram Máretaníumaðurinn Mohamedou, sem sat saklaus í Guantanamó fangelsinu í hálfan annan áratug og Deepa G. Driver sem um árabil hefur fylgst með fjömiðlun og tilraunum til þöggunar þar á meðal um Guantanamó fangabúðirnar.

Morgunblaðið segir einnig frá sýningu á bandarísku kvikmyndinni Máretaníumaðurinn í Bíó Paradís klukkan 3 á morgun. Mohamedou mun mæta á þá sýningu og ávarpa kvikmyndahúsgesti að henni lokinni.