Fara í efni

FRIÐUR SÉ MEÐ YÐUR


Þessir værðarlegu félagar hafa svo sannarlega tekið til sín þann boðskap jólanna sem segir: Friður sé með yður. 
Betur væri að sú væri raunin um jörðina alla. Verður þá hugsað til landsins helga, Palestínu, og nokkru norðar þar sem Tyrkir hervæðast nú eina ferðina enn til undirbúnings ofbeldi á hendur Kúrdum í Norður Sýrlandi. 
Í Kúrdahérðuðum Tyrklands er stundum haft á orði að reynslan kenni að  jafnan megi búast við grófustu illvirkjunum frá hendi stjórnarhersins nærri jólahátíðarhaldinu því þá ríki værð og andvaraleysi á Vesturlöndum.
Strengjum þess heit á jólum að gerast ekki andvaralaus gagnvart ofbeldi.
Lesendum heimasíðu minnar sendi ég góðar kveðjur á jólum.