Fara í efni

FORVAL Í KRAGA Á MORGUN !

Á morgun fer fram forval hjá VG í Suðvestur kjördæmi. Ég er í hópi þeirra sem býð mig fram í forvalinu og óska ég eftir stuðningi við að skipa 2. sæti listans í komandi Alþingiskosningum. Í síðustu kosningum, vorið 2007, skipaði ég 1. sæti listans og komst á þing en þetta var í fyrsta skipti sem VG fékk mann kjörinn í kjördæminu. Nú þurfum við að berjast fyrir fleiri þingsætum.
Ég var í hópi þeirra sem skorað hafa á Guðfríði Lilju Grétarsdóttur til að leiða listann að þessu sinni og eftir að ég fékk það staðfest að hún væri reiðubúin að gefa kosta á sér í 1. sæti ákvað ég að gefa kost á mér í annað sæti.

Ég hvet allt stuðningsfólk listans til að taka þátt í prófkjörinu en allar upplýsingar er að finna hér: http://www.vg.is/media/kosningar/2009/forvalsbaekl_SV_net.pdf