FORVAL HJÁ VG Í REYKJAVÍK OG KRAGANUM
Laugardaginn 2. desember næstkomandi fer fram forval hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Reykjavíkurkjördæmunum báðum og Kraganum ( þ.e. Álftanesi, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi). Atkvæðagreiðslan fer fram sameiginlega enda náðist samkomulag um að frambjóðendur yrðu allir reiðubúnir að fara fram í því kjördæmi sem kjörstjórnin telur heppilegast að viðkomandi fari fram. Reglur í prófkjörinu er þær að allir sem hafa skráð sig í VG í þessum kjördæmum fram til kl. 17:00 þann 25.nóvember, þ.e. næstkomandi laugardag, geta tekið þátt í forvalinu. Hægt er að skrá sig á heimasíðu flokksins, vg.is eða með því að smella á þetta netfang: http://www.vg.is/default.asp?page_id=6177
Þeir sem búa erlendis verða að óska eftir því að fá sendan kjörseðil fyrir 24. nóvember. Það geta þeir gert með því að senda tölvupóst á netfangið vg@vg.is. Ég hvet stuðningsfólk VG til þess að ganga í flokkinn fyrir þennan tíma - fyrir vikulokin - og taka þátt í því að velja sigurstranglega framboðslista í kjördæmunum þremur.
Hér er vefslóð sem vísar á upplýsingar um frambjóðendur í forvalinu http://www.vg.is/default.asp?page_id=7264