Fara í efni

FORMAÐUR ÖBÍ: PÖSSUM BÖRNIN!


Um nýliðna helgi var Guðmundur Magnússon kjörinn nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands. Guðmundur er gamall baráttujaxl, sem býr yfir mikilli reynslu í félagsmálum. Athyglisverðar eru áherslur hins nýja formanns.

Annars vegar segir hann mikilvægt að Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um rétt fólks með fötlun verði lögfestur. Þar sé meðal annars að finna ákvæði um notendastýrða persónulega aðstoð. Hins vegar nefnir hann börnin: " Það vill oft gleymast að öryrkjar eiga líka börn," segir hann í viðtali við Morgunblaðið í gær, "en það er oft veikasti hópur samféalgsins og treystir algerlega á framfærslu ríkisins."

Guðmundur Magnússon, hefur að undanförnu varað mjög ákaft við hvers kyns skerðingum á kjörum öryrkja. Þegar hann talar eigum við öll að hlusta.

Ég óska nýkjörnum formanni ÖBÍ allra heilla í starfi!