Fara í efni

FÓLK SEM ANDÆFIR RITSKOÐUN OG STYÐUR FRJÁLSA FJÖLMIÐLUN

Ég held það hafi verið á fimmtudagkvöld að Berta Finnbogadóttir hreyfði þeirri hugmynd að við færum að dæmi Breta og söfnuðumst saman við þinghús okkar í hádeginu í dag til að leggja áherslu á kröfu um að bresk stjórnvöld falli frá því að senda Julian Assange, stofnanda Wikileaks upplýsinga- og fréttaveitunnar, til Bandaríkjanna en þar yrðu bornar á hann sakir sem myndu kalla yfir hann 175 ára fangelsdóm.

Og hver er glæpurinn? Að upplýsa heiminn um glæpi sem þeir frömdu sem nú vilja svipta hann frelsinu ævilangt.

Send var út fréttatilkynning í gær. Að minnsta kosti Fréttablaðið brást vel við auk ungra sósíalista, (https://www.frettabladid.is/frettir/syna-assange-samstodu-vid-althingi-i-dag/)
Annað gæti hafa farið framhjá mér. Þakkir til Fréttablaðsins og allra þeirra sem mættu og einnig hinna sem hefðu viljað mæta en vissu ekki af fundinum. Mörg símtöl hafa borist þess efnis.En og því miður liggur mér við að segja, verða enn tækifæri til að safnast saman til stuðnings Julian Assange, Wikileaks og hinu frjálsa orði.
(Þakkir til Rúnars Sveinbjörnssonar fyrir myndir.)

Atburðurinn á feisbók:
https://www.facebook.com/bertafinn/posts/pfbid02buZhoJyAGAefbGxKWMjW5skBvwBb9UygdQtXkjAn6c6gcHkU4Q48JwZYT3nkzit4l 

Við Alþingishúsið.jpg