Fara í efni

FJÖLMIÐLAR UPPLÝSI UM HAGSMUNATENGSL STJÓRNMÁLAMANNA


Hinn 12. Júní skrifar Jóhann Hauksson, fréttamaður einkar athyglisverðan pistil á DV bloggið undir heitinu Litla sæta kunningjaþjóðfélagið. Greinin fjallar um tengsl stjórnmálamanna, bein og óbein, við heilbrigðiskerfið - sama heilbrigðiskerfi og Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra einkavæðir sem mest hann má með dyggri aðstoð Samfylkingarinnar.
Ég vil þakka fyrir þessa grein.
 Á daginn kemur að stjórnmálamenn eru sjálfir á kafi í bisniss sem tengist einkavæðingunni.  Þeir eru með öðrum orðum hagsmunatengdir í beinhörðum peningum. Það sem ég furða mig mest á er að Jóhann Hauksson skuli vera einn á báti þegar kemur að rannsóknarskrifum af þessu tagi. Hvar er nú Kastljósið, Spegillinn, Ísland í dag, Fréttablaðið, 24 Stundir og Morgunblaðið?
Það er helst  að horft sé til DV og kannski Mannlífs um að sýna lit. Og að sjálfsögðu Útvarps Sögu.  
Ég er ekki að biðja um pólitísk skrif. Ég er að biðja um fagleg fréttaskrif, skrif sem pólitískir valdhafar hafa ekki puttana í. Þess er farið á leit að fjölmiðlar upplýsi okkur um hagsmunatengsl stjórnmálamanna í málaflokkum sem þeir sýsla með á Alþingi og bæjarstjórnum fyrir hönd almennings; sama almennings  sem kaus þá í þeirri trú að þeir myndu standa vaktina um almannahag.
Hér er grein Jóhanns Haukssonarhttp://www.dv.is/blogg/lesa/10325