Fara í efni

FJÖLMENNUM VIÐ SENDIRÁÐ BANDARÍKJANNA


Sjónvarpið á lof skilið fyrir að sýna viðtal við norskan lækni starfandi á Gaza ströndinni. Myndir og frásagnir læknisins færa okkur heim sanninn um hve hrikalega stríðsglæpi Ísraelar eru að fremja á svæðinu. Allt þetta gerist í skjóli Bandaríkjanna, stærsta herveldis heimsins. Þess vegna er við hæfi að efnt skuli til mótmælafundar klikkan 17  í dag við sendiráð Bandaríkjanna að Laufásvegi 21 í Reykjavík.
Það er félagið Ísland Palestína sem efnir til mótmælafundarins gegn fjöldamorðunum á Gaza.  Formaður félagsins, Sveinn Rúnar Hauksson mun flytja stutta ræðu og lesin verður upp yfirlýsing frá félaginu sem verður afhent starfsfólki sendiráðsins.