Fara í efni

FIMM PRÓSENTA ARÐSEMI?

Nú vilja þeir hækka verð á heitu vatni í Reykjavík, fráfarandi stjórnvöld í Reykjavík. 37 prósenta hækkun til að tryggja fimm prósenta arðsemi Orkuveitu Reykjavíkur. Sigrún Elsa Smáradóttir bað um útreikninga sem leiða í ljós viðskilnað fráfarandi stjórnar OR og hvað hún telur helst til ráða. Á heimasíðu Orkuveitunnar tilkynnir ungt fallegt fólk með glas í hönd: "Þú átt val". Í ljós kemur að þú átt þess ekki kost að lækka rafmagnsreikninginn, eða heita vatnið. Valið felst í að geta ráðið hvort þú greiðir með boðgreiðum eða raðgreiðslum!
Fréttin um 37 prósenta hækkunina til að tryggja 5 prósenta arðsemi Orkuveitunnar birtist í Fréttablaðinu. Þetta var góð frétt. Fréttamannsins, eða blaðsins vegna, er vonandi að þörfin fyrir hækkun og krafan um arðsemi byggist ekki á framkvæmdum sem verður að ráðast í af hálfu Orkuveitunnar til að selja orku til stóriðjunnar á Suðurnesjum eða annars staðar. Ef svo væri hefði fyrirsögnin átt að vera: Stóriðjan kallar á verðhækkun á heitu vatni. Ef svo væri hefði þurft að víkja að þessu nokkrum orðum í ágætri frétt. Það þarf líka að skýra hvenær borgarstjórinn vissi af þessu. Vissi hún af þessu þegar hún hún sagði frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði, eins og gjörvallur fjórflokkurinn, unnið glæstan sigur í kosningunum?

Að birta þessar upplýsingar þremur dögum eftir kosningar í Reykjavík og í Reykjanesbæ er óþolandi og fullkomið virðingaleysi við þá sem skipta við Orkuveituna. Fróðlegt verður að sjá hvernig nýr meirihluti í Reykjavík kýs að taka á mönnunum sem bera ábyrgð á svona háttalagi.

Af hverju 5% arðsemi? Eru það lánardrottnar OR sem krefjast þess? Eru 5% forsenda fyir nýjum lánveitingum sem ráðast þarf í vegna frekari uppbyggingar í þágu stóriðju sem forystumenn ASÍ og ARÍ (Atvinnurekendasamband Íslands) krefjast? Þetta þarf allt að upplýsa. Skora á þig Ögmundur
kv.
Ólína